Hugmyndafræðin á bak við fyrirtækið Heilbrigð húð kviknaði í fæðingarorlofinu hjá mér. Ég var í meistaranáminu og vann allan tímann í því að hanna mitt eigið fyrirtæki og mína eigin snyrtistofu með þeim gildum sem mér finnst mikilvæg.
Eftir að ég kynntist Dermalogica í Danmörku 2017 þá breyttist mín sýn á Snyrtifræðina og hvað við sem snyrtifræðingar gerum. Við erum svo miklu meira en bara að lita og plokka, vaxa eða farða. Við eru að aðstoða fólk við að líða betur með sjálfan sig, og þar sem ég lagði mikla áherslu að hjálpa fólki að líða vel í húðinni ákvað ég að það væri undirstaðan á minni hjá mínu fyrirtæki. Að aðstoða fólk og leiðbeina því með hvernig það ætti að hugsa um húðina og líða vel í henni. Því það helst svo mikið í hendur að líða vel í húðinni og að líta vel út, og um leið þá lætur það manni líða betur andlega.
Það eiga allir skilið að líða vel í húðinni!
Besta leiðin að heilbrigðri húð er að horfa á þetta eins og gott ræktarprógramm. Það þarf að viðhalda húðinni og passa uppá hana. Það krefst þolinmæði og góðrar húðrútínu til ná áætluðum niðurstöðum. Með hjálp að sérsniðu meðferðarprógrammi og réttri vörunotkun getur maður náð frábærum niðurstöðum á húðinni.
Ég vinn eftir hjartanu og reyni alltaf að gera mitt allra besta í að aðstoða mína skjólstæðinga og ég vil að þeim líði vel og öruggum í mínum höndum.
Heilbrigð húð byrjar hér!