VÖRURNAR OKKAR

Árið 1986 gjörbreytti snyrtifræðingurinn og hugsjónakonan Jane Wurwand snyrtivöruiðnaðinum þegar hún stofnaði Dermalogica. Með nýsköpun og þróun á nýjum snyrtivörum setti Dermalogica vörur á markað sem voru án almennt þekktra ertandi efna eins og SD Alkahól, lanólín, gervilitarefni og ilmefni, ásamt olíum eins og Paraffín og Petroleum.
Síðan þá hefur Dermalogica  verið leiðandi snyrtivörumerki og er notað af meira en 100.000 snyrtifræðingum um allan heim sem hafa það sameiginlega markmið: að tryggja heilbrigða húð með stöðugri þjálfun og endurmenntun.


Í dag leggur Dermalogica enn mikla áherslu á nýsköpun, ekki einungis í vörum heldur einnig í húðmeðferðum og húðgreiningum.  Þar má nefna FaceMapping ® og FaceFit þar sem einungis faglærðir snyrtifræðingar gefa viðskiptavinum sínum ráðgjöf með húðgreiningu um heilbrigða húð og hvernig á að viðhalda henni með meðferðum eða heima húðrútínu.

 

Jane Iredale stofnaði förðunarvörumerki fyrir meira en 20 árum og hóf framleiðslu á förðunarvörum með nýrri nálgun þar sem hún hét því að framleiða hágæða förðunarvörur sem eru einfaldar og áhrifaríkar en fyrst og fremst náttúrulegar og góðar fyrir húðina.

Jane Iredale er ein framsæknasta förðunarvörulínan í dag sem býður upp á náttúrulegan steinefna farða og inniheldur ekki kemísk rotvarnarefni, gervi- litar- eða lyktarefni.

Allar vörur frá Jane Iredale hafa farið í gegnum öryggis-, ofnæmis- og klínískar prófanir til að staðfesta að vörurnar erta ekki húðina.

Se Jane Iredales produktkatalog her.
 

Clear Start™ er vörulína Dermalogica sem er sérstaklega þróuð fyrir unga og viðkvæma húð sem hefur tilhneigingu til að fá bólur og fílapensla.

Það sama á við Clear Start™ vörurnar og almennu Dermalogica vörurnar, þær innihalda ekki ertandi efni eins og SD alkahól, gervilitar- og ilmefni sem þurrka og stífla húðina ásamt olíum eins og Paraffín og Petroleum. Vörurnar innihalda virk en mild efni sem færa þér hreinustu og heilbrigðustu húðina.

Í Clear Start™ vörulínunni er að finna frábært vöruúrval þ.á.m. hreinsir, booster, tóner, maska og rakakrem sem allar hjálpa til við að koma í veg fyrir bólur og fílapensla.

Ef þú hugsar vel um þína húð í dag, mun hún líta betur út í framtíðinni. Með Clear Start™ getur framtíðin með heilbrigðri húð hafist núna!!

 

Advanced Nutrition Program (ANP) frá UK er margverðlaunuð lína fæðurbótarefna sem stuðla að betri heilsu og heilbrigðri húð, en á sama tíma vernda náttúruna. 
Hugmyndin á bak við ANP er að næra húðina innan frá og þannig ná fram heilbrigðari húð. ANP hefur verið þróað af mikilli hugsjónarsemi og er unnið úr marg prófuðum hráefnum í hæsta gæðaflokki sem líkaminn getur auðveldleg tekið upp.

Fiskiolían er t.d fengin frá norska fyrirtækinu Epax® sem framleiðir einungis umhverfisvænar gæða vörur og eru Friend of the Sea vottaðir.
ANP leitast eftir lífrænum hráefnum sem eru laus við gervi- rotvarnarefni, litarefni og bragðefni. Einnig er það laust við salt ,soja, glútein, viðbætts sykurs og laktósa.