
Sandra Malmquist
Ég heiti Sandra og er eigandi Snyrtistofunnar Heilbrigð húð. Ég er tveggja barna móðir og er bæði lærð snyrtifræðimeistari og ÍAK einkaþjálfari. Ég kláraði snyrtifræðinginn árið 2013 og lauk sveinsbréfi árið 2015. Ég bætti síðan við mig meistararéttindum árið 2022
Ég bjó í Danmerku í 5 ár og flutti til Íslands árið 2021. Ég ákvað að mig langaði að stofna mína eigin snyrtistofu með áherslu á heilbrigða húð. Síðastliðin 7 ár hef ég unnið með snyrtivörurnar Dermalogica og förðunarvörunar Jane Iredale. Ég ákvað að taka þessar vörur með mér til Íslands og vera umboðsaðili þeirra á Íslandi.
Það besta við að vinna með vörur frá Dermalogica er að það er ættlast til við sem umboðsaðilar og fagfólk sem vinnur með vörurnar, viðhöldum þekkingu okkar, þekkjum innihaldsefnin og erum reglulega á námskeiðum til auka þekkingu okkar. Það skiptir máli að þekkja húðina vel og eitt af því sem ég hef sérhæft mig í eru húðgreiningar og húðmeðferðir.
Ég brenn fyrir og elska að hjálpa fólki með að ná jafnvægi í húðinni og hjálpa fólki með mismunandi vandamál og einnig kenna þeim að þekkja sína húð og rétta umhirðu hennar.
Í desember 2021 náði ég loksins að finna mér hið rétta húsnæði og ég hoppaði beint í djúpu laugina. Ég er með háleit markmið, ég er ekki með hina hefðbundnu snyrtistofu enda er ég með allra mest fókus á húðina og bíð upp á fjölbreyttar andlitsmeðferðir sem ég sérsníð að hverjum og einum.
Þetta er mitt áhugamál og ég er svo þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska!